Vöfflur og kaffi til heiðurs hitaveitunni hjá Sóleyju og Gunna

Þegar heita vatninu hafði verið hleypt formlega á, allir skálað fyrir sjóðheitri framtíðinni þá tilkynnti Hans að öllum væri boðið í bústaðinn til Sóleyjar og Gunna og þar yrði boðið upp á kaffi og vöfflur. Þegar hópurinn kom á pallinn þá stóðu þær stöllur Sóley, Rut og Tóta tilbúnar með 4 vöfflujárn og ákveðnar í því að anna álaginu sem því fylgdi að taka á móti 50 manns.

Það fylgir ekki sögunni hvað húsið er hannað fyrir mörg vöfflujárn en þegar mest gekk á þá sló rafmagninu annað slagið út, við það myndaðist smá biðröð en allir héldu þó ró sinni og húsráðandinn stóð vaktina á rafmagnstöflunni og stóð sig með prýði.

Eftir því sem gekk meira á vöffludeigið, þeytta rjómann og heimalagaða sultutauið þá minnkaði álagið á starfsfólkið og óhætt að segja að þegar yfir lauk hafi allir fengið fylli sína og fólk fór að tínast til síns heima vonandi með góðar minningar um góðan dag.

Þeir sem voru búnir að taka inn heita vatnið voru auðvitað áhugasamir um útkomuna, hinir sem höfðu átt von á að vera tilbúnir þennan dag pínu spældir en svo eru það allir hinir sem í framtíðinni eiga eftir að njóta heita vatnsins, þeir geta á komandi mánuðum fylgst með starfssemi Hitaveitu Hæðarenda sem útvegar og selur okkur þessi þægindi og látið sig dreyma.

.

.
Eftirfarandi myndir eru teknar af Gunnu, Gunna og Steina
.


.

.

:
.
.
.


.


.


.


.


.


.


.


.


.


.


.


.


.


.


.


.


.


.


.


.


.


:


.


.

.


.


.


.


.


.


.


.


.


:


.


.


.


.


.

.
Með kveðju frá húsráðendum. Eru ekki allir saddir og sælir ?
.