Versló 2014 – „Mini ólympíuleikar barna“

Stórfjölskylda Sóleyjar og Gunna sá um að gera börnunum glaðan dag og tókst það vel þó segja megi að frekar fátt hafi verið mætt til leiks, en kannski er það veðrið sem truflar fólk eða það velur að fara annað þessa helgi, hver veit.

Hvað sem því líður þá er þetta ekki spurning um magn heldur gæði.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Nýjasta brúður Kerhrauns er dyggur aðdáandi SCANIA og má geta þess hér að þegar Kristján og hún giftu sig var ekið um í SCANIA vörubíl og geri aðrir betur. Hér stormar hún til að taka á móti keppendum.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Í byrjun leiks þarf alltaf að gera keppendum ljósar leikreglurnar og segja hvaða keppni er boðið upp á, jafn börn sem fullorðnir hlustuðu gaumgæfilega á enda mikið í húfi að hlusta vel til að verða sigurvegari, þó í lokin séu allir sigurvegarar, það er bara að vera með.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Nú þegar allir voru með allt á hreinu þá þurfti að setja skeiðklukkuna í gang og Sóley hakar í tékklistann.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Þrautabrautin var í umsjón Ómars og Sóley tók allt út samkvæmt ströngustu öryggisreglum.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Þá var komið að þrautakeppninni og þar voru það jafn börn sem fullorðnir sem þurftu að leggja sig alla fram og „Nýji tengdasonurinn“ vildi greinilega fá betri útskýringar, vel upp alinn er hann. Sjá hann biður um orðið með handaupplyftingu…)))

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Útivistarsvæðið okkar er stórt og loksins var komið að því að vígja leiksvæði barnanna. Svæðið hefur hlotið nafnið „Útí móa“ og fyrsta leiktækið komið upp. Stór tvöföld róla var sett upp helgina áður og koma myndir frá því síðar inn, en þetta er eitt af mörgum tækjum sem sett verða upp í framtíðinni.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Formaðurinn okkar tók að sér að vígja svæðið og auðvitað gerði hann það í bundnu máli. Sjá hér neðst á greininni.

Eins og sjá má á myndinni þá voru ekki allir jafn glaðir með að fá ekki sitt leiksvæði og gripu menn fyrir augun þegar tilkynnt væri að þetta væri leiksvæði barna, hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér, kannski foreldra svæði rísi seinna, hver veit?

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Rauður borði hafði verið settur upp og blöðrur settar upp í tilefni víglsunnar. Nú er maðurinn sem greip fyrir augun farinn að senda sms í allar áttir..))

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Hér hampar formaðurinn skærunum fínu og börnin brosa enda þessi bleika stelpa komin og mikilli hannyrðafjölskyldu.

Flutningur formanns:

Nú börnin í móanum skríkja og skoppa
þau samstíga lóunni glaðlega hoppa
sælleg þau róla
með spóanum góla
og saman af lynginu bláberin kroppa.

Að búa í Kerhrauni er varanleg sæla
því sjaldan er votviðri, vindur né bræla
hér stundum er puð
en samt alltaf stuð
svo íbúar framan í hvorn annan smæla.

Þá Versló-dagurinn sígur að kveldi
saman við fögnum í Kerhraunsins veldi
með börnunum syngjum
þá glösum við klingjum
og vináttu tryggjum með logandi eldi.

Durtur.