Kerhraun

Varðeldur laugardaginn 1. ágúst – óformleg dagskrá

Við varðeldinn í fyrra voru KERHRAUNARAR, palavú, …… og aftur mætum við í kvöld til að tendra eldinn.

Nú er bara að setja sig í gírinn og mæta eldhress og skemmta sér og sínum fram eftir kvöldi.

Hvernig væri að við hittumst kl. 20:45 niður á vegamótunum inn á C svæðið og þaðan verði gengið að nýju göngustígunum sem lokið hefur verið við að norðanverðu inn í GILIÐ en það eru 2 stígar sem fólk getur valið um að ganga, Ásgeirströð og svo væri gaman að fá tillögu um nafn á hinn stígnn. Með göngunni eru þessir stígar þá formlega teknir í notkun.

Grillið verður sett á fullt og grillmeistarinn mun grilla partýpylsur og sykurpúða og því skolað niður með drykk.

Það er aldrei að vita nema á svæðið mæti gítarar og þá tökum við lagið og ekki má gleyma börnunum sem reynt verður að bregða á leik með.

Mestu máli skiptir að þetta verði gaman en að vera saman er alltaf gaman.