Í framhaldi af því að sett verður upp rafmagnshlið hjá okkur í Kerhrauni nk. þriðjudag þarf að setja upp aðgang að hliðinu fyrir hvern og einn, er um að ræða 2 möguleika á opnum hliðs
1. Kaupa fjarstýringu sem að opnar hliðið, verð á fjarstýringu er 6.536 kr.
Þeir sem hafa áhuga á fjarstýringu eða hafa þá þegar pantað vinsamlegast sendið Guðrúnu mail gudrunmn@simnet.is eða Hans Einarsson hans@icelandic.is
Mælum sterklega með því að flestir fái sér fjarstýringu, hún virkar alltaf, mögulega getur símkerfið dottið út (álag/bilun).
Ef rafmagn fer af svæðinu, þá virkar hvorugt, gamla hliðið verður áfram til staðar sem vara akstursleið eða fyrir stórflutninga inn á svæðið s.s. ef sumarbústaður fluttur á staðinn sem dæmi.
2. GSM stýring virkar þannig að hringt er í ákveðið símanúmer sem opnar hliðið. Hver hringing í símanúmerið kostar miðað við gjaldskrá Símans í dag 12 kr.
Boðið er upp á að skrá 3 símanúmer pr. lóð sem geta þá hringt inn og opnað hliðið. Hliðnúmerið til þess að hringa inn í til þess að opna hliðið verður 851 1899
Aðeins verður hægt að opnahliðið með þeim símanúmerum sem skráð verða fyrir leyfi til þess að opna hliðið.
Þeir sem hafa áhuga á skráningu símanúmers vinsamlegast sendið Guðrúnu mail á gudrunmn@simnet.is eða Hans Einarsson hans@icelandic.is
Frekari upplýsingar verða sendar út eftir að hliðið verður komið upp, en mögulega verður það ekki full frágengið fyrr en seinnihluta næstu viku, þegar búið verður að forrita það með þeim símanúmerum sem munu geta opnað það, fjarstýrningar verða auðvitað virkar strax, en þar til hliðið verður að fullu virkt verður auðvitað hægt að keyra í gegn um gamla hliðið en það verður fært frá þeim stað sem það er núna til hliðar við nýja rafmagnshliðið.