Þorrablót 19. febrúar 2011 – Þriðji hluti

Nú er sennilega kominn tími til að hægja aðeins á, staldra við og kíkja á gesti kvöldsins. Eins og fram hefur komið svo oft áður þá átti Þorrablótsdrottningin við rammann reip að draga við að sannfæra Kerhraunara um að þetta væri KVÖLDIÐ. Þeir sem mættu á fyrsta þorrablót Kerhraunsins eru allir sammála að af þessu kvöldi hefðu þeir ekki vilja missa og atburður sem þessi þýddi bara eitt „Að sama tíma að ári“.
.
.
Eftirfarandi myndir sýna aðeins hluta þeirra gesta sem kvöldsins nutu og eingöngu sýndar til gamans enda má ýmislegt út úr þeim lesa ef vilji er fyrir hendi.

.

.
Gestgjafar kvöldsins
.

.
Hans og Guðbjartur – FYRIR – Takið nú eftir FYRIR, EFTIR kemur seinna
.

.
Svana, aðalleikarinn í Silvio Berlusconi,
hún átti að leika þokkadísina Marisa Allasiio

. .

.
Fríða og Björn – Love is in the air
.

 .

Tóta og Rusty frekar settleg miðað við að vera á þorrablóti
.
.
.
Tóta aðeins farin að láta heyra í sér
.
.
.
Tóta, svona gerir maður ekki, sorry sýndist þetta vera langatöng.

.

.
„Amma myndar“
sem enginn vildi mynda
.

.
Rut – MissYoungblood
.

.
Sjarmörinn Smári Síþreytti
.

.
Gunnar Glóðvolgur
.
:

.
Á tímabili hélt Þorrablótsdrottninginn að hundarnir yrðu
fleiri en gestirnir en svo varð nú ekki raunin Hlé tekið til að taka lagið:
http://www.youtube.com/watch?v=He82NBjJqf8
.
. .
.
Þorrablótsdrottingin kvaddi sér hljóðs, óskaði eftir því að við skáluðum
fyrir kvöldinu og gestrisni Garðars og Gestrúnar.
Hún hafði útbúið göróttan drykk sem hún nefndi „6 in the SAUNA“
og auðvitað urðu allir við óskinni og lyftu glösum. SKÁL
.
.

.
Bréf hafði borist frá Böðvari Guðmundssyni og tók Garðar að sér að
lesa það fyrir viðstadda. Innihald bréfsins var í raun ráðleggingar
til karlamanna að vera nærgætnir og minna gagnrýnir á
konurnar sínar sem auðvitað allar eldast og virtust sumir
karlanna hafa mikið dálæti á Böðvari eftir lestur bréfsins.
.

.
Kvennaskólapíurnar höfðu lagt á sig þrotlausar æfingar á leikþættinum Silvio Berlusconi  enda verkið vandmeðfarið og gríðarlegar tilfinningar sem fylgja þessum hlutverkum.

Leikstjórinn Gastone Vunibaldo Crespignano gerði gríðarlegar kröfur til stúlknanna og áttu þær á köflum í vandræðum með að framkalla þessar miklu ástríður sem hafa í árin heltekið sjálfann Berlusconi, því erfitt að gera leikstjóranum til hæfis enda spurning hversu langt á að ganga í að sýna það sem Berlusconi er hvað þekktastur fyrir. Varð að samkomulagi við þorrablótsgesti að þessi leikþáttur yrði sýndur síðar og þá má auðvitað greina á um hver er mest ósáttur á myndinni hér að ofan að þurfa ekki að sýna sitt besta.

.

.
Þegar markaðir í Asíu opnuðu var eins og við manninn mælt, Hans fór að ókyrrast all verulega, tók sér stöðu við eldhúsborðið enda einn af valdamestu mönnum hjá Icelandic Asia og því ekki hægt að láta Asíu bíða þó þorrablót sé haldið á Íslandi.

Þeir sem til Hans þekkja vita að mottóið er: At Icelandic we are constantly looking for ways to improve our lines of communication with customers. All comments and ideas are welcomed. If you need further information on Icelandic Asia please do not hesitate to contact us. Hans er einnig lykilmaður í verkefninu „Barátta gegn brottkasti“  sem Icelandic styður og einn frægasti matreiðslukokkur heims stjórnar verkefninu og hefur hann fengið Hans og Jamie Oliver sjónvarpskokk til liðs við sig. Því var ekkert við það að athuga þó Hans væri búinn að leggja undir sig eldhúsborðið með skjalið mikla sem sýndi 7 mismunandi málískur sem hann þarf að grípa til eftir því við hvern hann talaði.
.

.
Þetta varð því að hafa sinn gang með hann Hans og við hin létum bara sem við sæum þetta ekki, þó var einn sem hafði lúmskan áhuga á verkefninu enda businessmaður mikill og brá hann sér bak við eldhúsborðið og tók Hans tali. Lítið er vitað hvað þeim fór á milli en Garðar virtist allur miklu kátari eftir samtalið.
.


.
Þegar myndirnar voru svo skoðaðar þá varð Hans allt í
einu miðpunktur kvöldsins
.
.
.
og átti hann vini í öllum hornum
.
.
sem ræða vildu við hann um alla heima og geima
.
.
.
Rusty er og verður samt alltaf „Vinur nr. 1“
.
.
.
.
Hér má enginn fara að hugsa að eitthvað sé að dofna yfir Þorrablótsdrottingunni, nei síður en svo. Hér er hún komin í
þunga þanka við að plana flutninga á gítarleikara og aðstoðarkonu
því hún taldi rétt að þau yrðu fengin á staðinn til að
tjúnna Gunna upp, enda er hann mikill aðdáandi slíkrar tónlistar
og finnst mun auðveldara að hafa stjórn á þeirri músík heldur
en þeirri sem kemur úr öllum hornum úr „Surround system“.Það leið ekki langur tími frá því að hugsunin fór í gang þar til
tilvonandi tengdasonur  „Genio della chitarra“ var
mættur á staðinn með sína heittelskuðu.