Kerhraun

Tilvitnun í lag Stuðmanna, sem fór úrskeiðis

Hver man ekki eftir hinu bráðskemmtilega lagi Stuðmanna „Manstu´ekki eftir mér?“  þar sem sungið er í viðlaginu „Manstu´ekki eftir mér? mikið líturðu vel út beibí, frábært hár.“

Allavega kemst ég í svaka stuð við að heyra þetta lag, ástæða þess að mig langar að segja frá tilvitnun minni í þetta lag er sú að í morgun vaknaði ég við þetta lag í útvarpinu og trallaði með mér til gamans. Um kl. 10:30 þurfti ég að senda sms á manninn minn bara til að minna hann á að sækja mig til að ég kæmist nú á tíma til sjúkraþjálfarans.

Ég greip símann og skrifaði skilaboðin „Manstu´ekki eftir mér? mikið líturðu vel út beibí,“

Viti menn, ekki liðu nema nokkrar sekúntur og þá kom svarið.

Engar niðurstöður fundust fyrir:
„Manstu´ ekki eftir mér? mikið líturðu vel út beibí,“
Kveðjur, 118

Og nú spyr ég, Er þetta afleiðing 60+?