Tilraunastarfssemi í stórum stíl í Kúlusúk

Um leið og sumarið skall á fór hugurinn á flug, þá þarf að virkja það sem upp kemur allavega það sem nothæft er og ein þessara hugmynda minna hrinti ég í framkvæmd sunnudaginn 22. apríl í blíðskaparveðri í Kerhrauninu.

Tilraunin flest í því að reyna að koma einhverju til, ekki misskilja mig þetta er mjög jákvætt. Það fyrsta sem þarf að gera er að finna aðstöðu og helst að merkja hana vel, þar sem ég var bara með varalit í vasanaum þá notaði ég hann, síðan varð ég að snyrta allt og snurfusa og koma öllu fyrir í fötunum.

Nú er það spurningin sem vonandi einhvern langar að fá svar við. Hverju er verið að koma til  ????

.

.
Jú, tilraunin felst í því að reyna að koma til þessum tveim, ef vel tekst til munu þau hjón fá sitt hvora þústina, enda hráefnið komið frá þeim. Hvort er nú seigara??

Smárabrúskur og Rutarþúst verður heitið