Tilkynning – Sumarhúsaeigendur í GOGG athugið – Ný gjaldskrá

Ný gjaldskrá og reglur fyrir kerfislása og lykla tók gildi þann 1. janúar 2011.

Frístundabyggðir sem vilja læsa hliðum inn á svæði hjá sér skulu gera það með lásum frá sveitarfélaginu.

Lásarnir eru kerfislásar svo hægt sé að halda þjónustu við frístundabyggðir óskertri.

Kostnaður lása og lykla er eftirfarandi:

1. Hver lás kostar kr. 20.000.-

2. Hver lykill kostar kr. 1500.-

Panta skal lása á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps þar sem þeir eru skráðir á hvern notanda.

Við kaup á fyrsta lás skal tryggja sölu á minnst 20 lyklum.

Gjaldskrá var samþykkt af sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps þann 15. desember 2010.

F.h. Grímsnes- og Grafningshrepps,
Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri

ATH!
Eldri lyklar virka áfram –
Verið að hækka verðið úr 700 kr í 1.500 kr.