Stjórn félagsins þarf að taka ákvörðun um hvort myndir frá gróðursetningunni verði birtar á heimasíðunni

Hver man ekki eftir því þegar það kom í fréttum að tyrkneska ríkissjónvarpið hefi tekið þá ákvörðun að sýna ekki frá Eurovisionkeppninni og ástæðan var sú að von var á kossi á milli tveggja kvenna í einu atriðinu og færi atriðið í loftið gæti fjöldi Tyrkja orðið fyrir miklu andlegu áfalli.

Nú hefur sú staða komið upp að stjórn Kerhrauns, sumarhúsafélags þarf að halda fund til að taka svipaða ákvörðun um hvort birta eigi myndir frá gróðursetningu félgasmanna/kvenna.

Bíddu nú við segja eflaust margir, en við í stjórninni erum mjög grandvör og viljum vera alveg viss um að ef myndirnar verða birtar að þær valdi ekki usla og enginn verði fyrir áfalli…))))).

Dæmi nú hver sem vill, gæti svona myndbirting farið fyrir brjóstið á Kerhraunurum.

 

 

Einn að flýja og tvær að faðmast…..)))))