Síðasta helgin fyrr hitaveitu í Kerhraunið

Það var margt um manninn í Kerhrauninu þessa helgina og flestir sem þar voru, voru í óða önn að leggja síðustu hönd á þau verk sem þarf að gera áður en hitaveitan kemur, svo voru aðrir sem höfðu brugðið sér í bíltúr til að gróðursetja síðustu plöntur haustsins og voru ekkert að spá i heitt vatn.

Það var spenna í lofti, mikil tilhlökkun að sjá loks grilla í heita vatnið en samt var tími fyrir myndatöku og nú er ekkert annað að gera en að láta sér hlakka til næstu helgar.

Dagskrá næstu helgar auglýst síðar.


.

.

.

.
Fyrst hugsa menn
.

.
Svo framkvæma menn
.

.
.
.
.