Það er gaman að segja frá því að fjöldi KERHRAUNARA tók þátt í trjákaupum í ár, hvorki fleiri né færri en 474 trjáplöntum verður plantað og er ekki annað hægt að segja en það verði gaman hjá okkur í júní. Ekki…
Svakalega verður gaman í júní hjá KERHRAUNURUM
Gleðilega páska, ekki má gleyma að segja, gleðilegt sumar
… Litlir fugla flögra yfir trjánum, þeir syngja lágt og veifa landsins fánum, því sumarangan fyllir nefin smáu og geislar sólar kæta augun gráu. Þeir syngja allir hver með sínu nefi og óska þess að söngur þeirra gefi gullnum geislum…
Plöntutilboð – Tölvupóstur með verðlista sendur til ykkar

Eins og greint var frá á síðasta aðalfundi varðandi gróðursetningu 2011 á sameiginlega svæðinu þá hefur borist tilboð í eftirfarandi trjátegundir: Stafafuru: 1 – 1,5 mtr. Stafafura: 0,5 – 1 mtr. Alaskaösp: 1 – 2 mtr. Sitkagreni: 1 – 1,5…
Stjórnarfundargerð 18. apríl 2011
Sjá innranet: Stjórnarfundir
Úr fundargerð Grímsnes- & Grafningshrepps 6. apríl 2011
10. Hólaskarðsvegur. Fyrir liggja margar kvartanir vegna umferðar malarbíla í gegnum Hólaskarðsveg til vesturs. Þar sem Vegagerðin er búin að taka veginn út af vegaskrá og sér því ekki um viðhald á honum samþykkir sveitarstjórn að loka veginum.
Vorglaðningur frá Reyni í Betra bak
Mikilsmetinn Kerhraunari hann Reynir sem oftast er kenndur við verslunina Betra bak vill koma eftirfarandi á framfæri til Kerhraunara: Ef þið eruð í hugleyðingum að fjárfesta í rúmi þá er hann með lausnina. Ykkur býðst 30% afsláttur í versluninni og…
Tölugaldur fyrir KERHRAUNARA
Vorið kom í morgun og er komið til að vera, nú er gott að gleðjast og fara í smá heilaleikfimi. http://www.quizyourprofile.com/guessyournumber.swf
Aðalfundi 2011 lokið
Aðalfundurinn sem haldinn var 24. mars í Valsheimilinu að Hlíðarenda var vel heppnaður og mættu 33 Kerhraunarar með 76 atkvæði á bak við sig á fundinn og 11 sendu inn umboð. Þráinn Ingimundarson einn af frumbyggjum Kerhraunsins hefur fjárfest í B-svæðinu…
Þorrablór 19. febrúar 2011 – SAUNA

Loks rann sú stund upp að gestgjafinn ákvað að nú væri kominn tími til að skella sér í sauna, karlpeningurinn sýndi þessu um leið mikinn áhuga en það gerðu konurnar ekki, enda engin ástæða fyrir konurnar að bleyta meira í…
Hvað gerðist á MP Reykjavíkurskákmótinu?
Jú, okkar maður Þröstur Þórhallsson, Kerhraunari með meiru gerði sér lítið fyrir og lagði þriðja stigahæsta keppanda mótsins, þýska stórmeistarann Jan Gustafsson í góðri skák. Til hamingju, Þröstur