Fimmtudagurinn 30. og föstudagurinn 31. júlí voru miklir átakadagar þar sem takmarkið var að ljúka gerð þriggja göngustíga fyrir Verslunarmannahelgina. Það tókst með hjálp góðra manna og kvenna og eftirtöldum aðilum er þakkað þeirra frábæra framtak, Elfar J. Eiríksson, Hans Einarsson, Guðfinnur Traustason, Ásgeir Karlsson, Hjálmar Pálsson, Svala Rán Aðalbjörnsdóttir, Páll Nóel Hjálmarsson, Njáll Ómar Pálsson, Stella G. Stefánsdóttir, Davíð Þorsteinsson, Þorsteinn Sigvaldason og svo Guðrúnu sem auðvitað hljóp í humátt á efiir með dolluna og myndavélina.
Í lok verksins var Sóleyjarstígur gerður opinber og KERHRAUNARAR óska Sóleyju innilega til hamingju með 50 ára afmælið.
.
.