Loksins er komið að því að girða við Hæðarendalæk

Í all nokkurn tíma hefur það legið fyrir að endunýja þurfi girðinguna við Hæðarendalækinn enda búið að lappa upp á hana í nokkur ár og kominn tími á nýja. Það kom fram ósk á aðalfundi 2014 að farið yrði í þessa girðingu en þá var vegurinn látinn hafa forgang.

Á síðasta aðalfundi var svo samþykkt að fara í framkvæmdir og kom fram á fundinum að einhverjir hefðu áhyggjur af verðandi girðingarstæði en þar sem Verkís hefur unnið fyrir félagið í mörg ár og mælt út m.a. lóðir hjá fólki þá ákvað stjórn að fá þá til þess að tryggja að allt væri nú samkvæmt kröfum og ekki yrði farið inn á lóðir.

Gamla girðingin hefur legið inn á lóðum hjá ansi mörgum og all nokkur hluti lóðar utan girðingar þannig að því verður örgugglega vel fagnað að fá alla lóðina innan girðingar.

Verkís fór á staðinn og sannreyndi alla punkta á lóðum sem liggja að læk (höfðu þó verið mældir út áður) og mældu lækinn inn þar sem upplýsingar frá skipulagsfulltrúa sögðu að ekki mætti fara nær læk en 3 mtr.

Þar sem mjög dýrt hefði orðið að girða á lóðarmörkum (hefðu orðið 44 hornstaurar) þá var Verkís fengið til að finna út eftir þessar mælingar besta legu á girðingarstæði með það að leiðarljósi að ekki væri farið inn á lóðir fólk og ekki of nálægt læknum.

Það eru 2 lóðir sem þurfti að semja við og breyta girðingunni aðeins en að öðru leiti er þetta allt samkvæmt bókinni.

Girðingin mun öll verða okkar megin við lækinn enda er lækurinn skipulagsmörk svæðisins og gamla girðingin er all nokkuð lengri þar sem hún er að hluta utan um svæði sem aðrir eiga og ekki æskilegt að við séum í viðhaldi fyrir aðra og því er nýja girðingin mun styttri fyrir vikið.

picture_007-326

Framkvæmdir eru hafnar og efnið komið á staðinn, Þóra Skúladóttir var svo væn að leyfa girðingarmönnum að fara niður að læk í gegnum sína lóð með því skilyrði að þeir löguðu eftir sig sem verður gert, við færum henni þakkir okkar fyrir að leyfa þetta. Ástæða þess að byrjað er þarna er sú að þarna kemur nýja girðingin okkar megin við lækinn og mun þetta verða mun auðveldara í viðhaldi enda fór girðingin í tætlur á hverju vori þar sem hún fór yfir lækinn.

Rífa þarf upp gömlu girðingarnar og sér Sigurður á Hæðarenda um það og hann fjarlægir efnið líka, við stöndum uppi með þessa þá flottu girðingu í lok júní og ekki má gleyma því að það verða tröppur yfir lækinn við hvern göngustíg.