Loksins er komið að stóru stundinni sem flestir ef ekki allir hafa beðið eftir með mikilli tilhlökkun, því ber að fagna ærlega þvi tímamótin er það merk að fögnuður er alveg bráðnauðsynlegur.
Staðurinn hefur verið valinn og er við vegamótin þar sem farið er upp á C svæðið.
Kæru Kerhraunarar, vinsamlegast mætið sem flest og fögnum, allir velkomnir.
Athöfnin hefst á slaginu 14:00 og ætlar Hans Einarsson að segja nokkur velvalin orð, Sigurður á Hæðarenda mun svo hleypa vatninu formlega á og við það tækifæri verður skálað í heitu toddý þar sem uppskriftin er Captain Morgan + heitt vatn = Jamm.
Að athöfn lokinni er boðið í kaffi og heitar vöfflur á pallinum hjá Sóley og Gunna.