Ertu að flytja í Grímsnes- og Grafningshrepp ?

Eftirfarandi grein er tekin af heimasíðu gogg.is og þar er  ýmislegt í boði ef þú hyggur á búferlaflutninga, jafnvel eftir að hafa lesið þetta þá má alveg fullyrða að margur myndi vilja flytja í þennan góða hrepp.

Ef við aftur á móti við viljum flytjast og njóta okkar í frístundahúsum okkar þá er blaðinu alveg snúið við, þá er  ekkert í boði nema rífa upp veskið og borga. Ekkert frítt.

Dæmi nú hver sem vill eftir lesturinn:

Ertu að flytja í Grímsnes- og Grafningshrepp ?

Góð búsetuskilyrði eru í Grímsnes- og Grafningshreppi og hér má fá ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi Grímsnes- og Grafningshrepp og flutning í sveitarfélagið.

Grímsnes- og Grafningshreppur er sveitarfélag í miðri Árnessýslu. Það varð til 1. júní 1998 við sameiningu Grímsnes- og Grafningshreppa.

Hreppurinn liggur að Bláskógabyggð, Hvítá og Sveitarfélaginu Ölfusi.

Til Reykjavíkur eru um 70 km frá Borg í Grímsnesi. Sveitarfélagið er 290 km2 að stærð og þar eru búsettir um 412 íbúar.

Aðsetur skrifstofu sveitarfélagsins eru í Stjórnsýsluhúsinu á Borg í Grímsnesi, símanúmer 480-5500.

Sveitarstjóri er Ingibjörg Harðardóttir, netfang: gogg@gogg.is

Heimasíða Sveitarfélagsins: gogg.is

Flutningstilkynning

Búferlaflutninga ber að tilkynna á skrifstofu Grímsnes- og Grafningshrepps innan viku frá flutningi. Umsóknareyðublöð liggja í afgreiðslu skrifstofunnar. Einnig er hægt að tilkynna flutning rafrænt http://www.skra.is/thjodskra/flutningur/flutningur-innanlands/

Íþróttahús

Á Borg við Stjórnsýsluhúsið og skólann eru fullkominn íþróttasalur og mjög góð sundlaug með gufu, 2 heitum pottum og vaðlaug.

Íbúum með lögheimili í sveitarfélaginu býðst að kaupa árskort í sund, þreksal og íþróttasal á kr. 8.000,- fullorðnir og 3.500,- börn 7-16 ára.

Tómstundastyrkur

Grímsnes- og Grafningshreppur veitir foreldri / forráðamanni barna á aldrinum 6 – 18 ára styrk vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar. Til að unnt sé að nýta tómstundastyrkina þarf að vera um að ræða skipulagt starf sem er stundað undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda og nær yfir eina önn eða að lágmarki 10 vikur. Þetta á t.d. við um allt íþróttastarf sem stundað er á vegum viðurkenndra íþróttafélaga, dans í dansskólum, listgreinar og skátastarf.

Sjá nánar:

Reglur um tómstundastyrk

Umsóknareyðublað fyrir tómstundastyrk

Verslun

Á Borgarsvæðinu er verslunin Borg, opið er alla daga, allan ársins hring en mismikið eftir árstíðum.

Skóli

Kerhólsskóli í Grímsnes- og Grafningshreppi varð til við sameiningu leikskólans Kátuborgar og Grunnskólans Ljósuborgar 1. janúar 2011. Í leikskóladeildinni eru nemendur frá 12 mánaða aldri og í grunnskóladeildinni eru nemendur í 1.-10. bekk.

Grunnskólinn Ljósaborg var vígður haustið 2005 í nýrri skólabyggingu á Borg og var fyrstu tvö skólaárin rekinn í samstarfi við Bláskógabyggð. Haustið 2007 lauk því samstarfi og hefur Grímsnes- og Grafningshreppur rekið skólana sína frá þeim tíma.

Kerhólsskóli vinnur í anda einstaklingsmiðaðra kennsluhátta, umhverfismenntar auk þess sem áhersla er lögð á list og verkgreinar.

Samkennsla og samvinna árganga er ríkjandi og áhersla er lögð á teymisvinnu kennara.

Haustið 2014 fluttu leikskóladeild og grunnskóladeild Kerhólsskóla undir sama þak i nýja skólabyggingu sem byggð var við hlið eldri skólans og að hluta samtengd honum, m.a verður bókasafn skólans áfram í eldri hlutanum.

Eldri grunnskólanemendur í Grímsnes- og Grafningshreppi sóttu Bláskógaskóla í Reykholti í Biskups­tungum frá árunum 2005 til 2015, vorið 2015 samþykkti sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepp að Kerhólsskóli yrði heildstæður skóli upp í 10. bekk og að breytingin ætti sér stað strax um haustið 2015. Árgangur barna fædd árið 2001 fór því ekki í Bláskógaskóla heldur varð fyrsti 9. bekkur Kerhólsskóla.

Skólastjóri er Sigmar Ólafsson.

Framhaldsskólar

Nálægir framhaldsskólar eru Fjölbrautarskóli Suðurlands á Selfossi og Menntaskólinn á Laugarvatni. Í sveitarfélaginu er starfræktur vinnuskóli í sex vikur á sumrin fyrir 14 – 16 ára unglinga sem lögheimili eiga í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Skipulags- og byggingarmál

Skipulags- og byggingarfulltrúaembætti uppsveita bs. er byggðasamlag sem sér um skipulags- og byggingarmál fyrir eftirfarandi sveitarfélög: Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshrepp, Hrunamannahrepp, Skeiða-og Gnúpverjahrepp, Flóahrepp og Ásahrepp.

Skipulagsfulltrúi:
Pétur Ingi Haraldsson
Netfang: petur@sudurland.is

Byggingafulltrúi:
Helgi Kjartansson
Netfang: mailto:helgi@sudurland.is

Heimasíða: http://www.sbf.is/

Vatnsveita

Kalt vatn er að hluta til á vegum sveitafélagsins.

Nánari upplýsingar á borkur@gogg.is

Tengigjöld eru samkvæmt gjaldskrá hverju sinni, sjá nánar Gjaldskrá kaldavatnsveitu

Hitaveita

Heitt vatn er að hluta til á vegum sveitafélagsins.

Nánari upplýsingar á borkur@gogg.is

Tengigjöld eru samkvæmt gjaldskrá hverju sinni, sjá nánar Gjaldskrá hitaveitu

Rafmagn

Sækja þarf um rafmagn til Rarik. Eyðublöð má nálgast hér: Rarik eyðublöð.

Verðskrá um dreifingu og flutning á raforku má sjá hér: verðskrá, fyrir breytingar á heimtaugum aðrar en um getur í verðskrá er samkvæmt skriflegu tilboði frá Rarik.

Húsaleigubætur

Upplýsingar um rétt til húsaleigubóta og afgreiðslu þeirra eru aðgengilegar hér:

Lög um húsaleigubætur

Umsóknareyðublað vegna húsaleigubóta: Umsóknareyðublað húsaleigubóta

Velferðarþjónusta

Uppsveitir Árnessýslu, Flóahreppur, Hveragerði og Ölfus hafa sameinast um að reka sameiginlega félagsþjónustu sem ber nafnið Velferðarþjónusta Árnesþings.

Starfsstöðvar velferðarþjónustunnar
Uppsveitir og Flói / Heilsugæslustöðin Laugarási / 801 Selfoss / 480-1180
Hveragerði / Sunnumörk 2 / 810 Hveragerði / 483-4000
Ölfus / Hafnarberg 1 / 815 Þorlákshöfn / 480-3800

Nánari upplýsingar hér: http://www.arnesthing.is/velferdarthjonusta/

Skólaþjónusta

Skólaþjónusta er annars vegar til stuðnings við nemendur í leik- og grunnskólum og foreldra þeirra og hins vegar stuðnings við starfsemi skóla og starfsfólk þeirra.

Nánari upplýsingar hér: http://www.arnesthing.is/skolathjonusta/