Á tímamótum sem þessum er ekkert annað hægt að segja en til hamingju Kerhraunarar, loksins getum við varið svæðið okkar fyrir þeirri öldu innbrota sem hefur verið í gangi um tíma. Vonandi hættir þetta að halda vöku fyrir fólki.
Frábært að rafmagnshliðið skuli vera komið upp og gamla hliðið líka enda komið á sinn nýja framtíðarstað og það hefur staðið sig með sóma það geta allir verið sammála um..
Varðand rafmagnshlið skal það tekið fram að það er EKKI komið í notkun og meðan þarf að nota gamla hliðið.
Tilkynning verður send í tölvupósti þegar símanúmerin eru orðin virk, varðandi afhendingar á fjarstýringum er það að segja að það er ekki alveg komið á hreint með það. Skýrist á morgun og nú er bara að sjá hvernig nýja hliðið verður tekið formlega í notkun.