Kerhraun

Er áhugi hjá Kerhraunurum að halda þorrablót á Minni-Borg 19. febrúar 2011 ?

Sóley Þórmundsdóttir, partípinni fékk þá frábæru hugmynd að kanna á meðal Kerhraunara hvort þeir hefðu áhuga á að hittast, gera sér glaðan dag eða öllu heldur eiga bráðskemmtilega kvöldstund saman og hvað er þá betra en að halda ærlegt þorrablót.

Tilkynning frá Sóley hljóðar svo:

Hvernig líst ykkur á kæru Kerhraunarar að halda þorrblót í vetur? Hugmyndin er sú að halda þorrablótið á Minni-Borg laugardaginn 19. febrúar 2011 ef þáttaka er nægileg eða 50 manns. Verðið yrði þá 2.200 kr pr. mann og innifalið í verðinu er leigan á húsnæðinu, rútan til að koma öllum heilum heim (í Kerhraunið) og eftirvill trúbador.

Framkvæmdin yrði sú að viðkomandi komi með sinn mat eða jafnvel fleiri taki sig saman og kaupi bara trog sem gæti þá verið fyrir allt að 10 manns en auðvitað þurfa allir að sjá um drykkjarföngin fyrir sig og sína.

Þar sem panta þarf húsið og rútuna tímanlega þá er nauðsynlegt að þeir sem vilja vera með svari fyrir 30. nóvember, annað hvort með því að senda tölvupóst á soleyath@simnet.is eða taka upp símann og bjalla í 868-7791 (Sóley).

Það gæti orðið hin besta skemmtun að hittast, syngja saman og hafa það bara huggulegt eina kvöldstund.