Kerhraun

Skilaboð frá Kerhraunara um umgengni við hliðið

Sælir Kerhraunarar og gestir.
Við eigum yndislegan sælureit fyrir austan, sannkallaða paradís og eins og veðrið var um helgina, sól og blíða þá ofbauð mér aðkoman við hliðið.

Lindubuff bréf, Malborosígarettu pakki, sígarettustubbar, Staurabréf og annað rusl

Fyrst datt mér í hug hvort einhver hefði verið að taka til í bílnum sínum en það getur ekki verið að svoleiðis sé gert á þessum stað og ef þetta eru við, gestir hjá okkur eða ungt fólk sem í fávissu sinni veit ekki betur þá er engin MAMMA á svæðinu til að taka til.

Ég lét þetta vera núna svo þeir sem eiga þetta geta tekið það upp eftir sig en næst ætla ég að hafa með mér ruslapoka og hanska úr bænum til að taka upp sígarettu stubbana sem einhver hendir þarna rétt á meðan hliðið er opnað og ruslið sem eftir verður.

Göngum nú vel um svæðið okkar það er svo yndislegt.


Kerhraunskveðjur.
Sóley Þórmundsdóttir