Kerhraun

Undirbúningur fyrir brennuna – Allir hjálpast að – stígagerð

Undirbúningur fyrir VERSLÓ er þó nokkur, felst meðal annars í því að hlaða okkar árlegu brennu í GILINU sem er okkar yndislega útivistarsvæði með pínu erfiða aðkomu eins og er. Þessu fylgir mikill burður á timbri og krefst því kraftakarla, afsakið og kraftakvenna til að koma þessu öllu haglega fyrir. Í ár voru karlarnir tveir og konurnar tvær og því var gripið til þess ráðs að fá mótorfák til að bæði maðurinn á hjólinu fengi að leika sér og ekki síst að spara konurnar sem þó eru enn á besta aldri.

Tækifærið var nýtt til að marka út með grænum staurum gönguleiðir eftir að göngurstígum lýkur og með því er vonast til að smá saman markist leiðir inn á útivistarsvæðinu milli þeirra 4 göngustíga sem liggja inn í GILIÐ og inn að brennustæðinu þar sem fólk safnast saman um VERSLÓ.
.


.


.

.

.

.

.

.
Svona á að brosa þegar flugan er alveg að drepa mann…)))
.


.

.

.