Sveitarfélögin Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur taka upp nýja tilhögun í sorphirðu frá og með 1. október 2009. Markmiðið með þeirri tilhögun er að bæta þjónustu við íbúa sveitarfélaganna, auka við endurvinnslu úrgangs af svæðinu og lágmarka þann úrgang sem fer til förgunar.