Allt skemmtilegt tekur enda segja sumir, en er það nú alltaf satt og rétt. Kerbúðin var skemmtileg viðbót við flóruna í Kerhrauni og mörg okkar eru enn að gæða sér á því sem þar var keypt. Sjálf saknaði ég þess að hafa ekki átt þess kost að geta keypt bakkelsið frá Tótu, fyrir mér er Tóta „Mamma terta“ og mun ég njóta þess næsta ár að skokka á báðum í búðina og kaupa mér bakkelsi og sultur og jafnvel eitthvað fleira.
.
Tóta mætt til að skila undirstöðum Kerbúðarinnar
.
Þrátt fyrir að mótamælarödd hafi heyrst um tilveru búðarinnar þá hef ég fengið marga pósta og símhringingar um að búðin sér algjör snilld og Tóta eigi þakkir skilið fyrir þetta framlag og er það von margra að þessu verði haldið áfram, í hvað formi það verður verður fundið út síðar, allavega tekið fyrir á næsta aðalfundi.
„Sá gamli“ var voða glaður að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í búðarævintýrinu