Stjórnarfundargerð 5. fundar haldinn 20. janúar 2020

.
Fundurinn  haldinn hjá Fannýju Gunnarsdóttur, formanni að Hlaðhömrum 13, Reykjaví k og hófst kl. 16:30.

 

Mættir:
Fanný Gunnarsdóttir, Lára Emilsdóttir, Ómar Björnsson, Guðrún Njálsdóttir og Oddný Þóra Helgadóttir

 

 

Dagskrá:

 1. Snjómokstur
 2. Samlagsvegur
 3. Bréf oddvita GOGG
 4. Fjármál
 5. Aðalfundur
 6. Önnur mál

 

 1. Snjómokstur
 • Snjómoksturshelgar

Samþykkt var að eftirtaldar helgar yrði mokað og að vanda gildir sama regla og hefur alltaf verið, ef ekki þarf að moka auglýsta helgi færist mokstur á næstu helgi.

31. janúar – 2. febrúar
14. febrúar – 16. febrúar
28. febrúar – 1. mars
13. mars – 15. mars

Þessar helgar verða settar inn á www.kerhraun.is

 • Framkvæmd snjómoksturs

Stjórn samdi s.l. haust við Jóhannes á Klaustuhólum um snjómokstur 2019/2020 og tilkynnti honum hvaða helgar hefðu verið ákveðnar. Hann sinnir öllum svæðum sem tilheyra Samlagsveginum og taldi samlagsstjórn að í því fælist hagræðing fyrir félögin og með því væri unnt að skipta startkostnaði milli svæða. Startkostnaður er sá tími sem rukkað er fyrir að aka á staðinn og frá honum.

Samlagsstjórn ákvað að gera könnun með snjómokstursþörf á GB og bjó Ísak Jóhannsson í Kerbyggð til hóp á Facebook þar sem öll svæðin gátu fengið aðgang að og einnig Jóhannes og átti þessi hópur að þjóna því hlutverki að birta upplýsingar/frávik/beiðnir um mokstur heimkeyrsla, samnýta mostur á öllum svæðum og þannig væri hægt að draga úr kostnaði.

Því miður hefur þetta ekki gengið eftir því aðeins tvisvar sinnum hefur Kerhraun þurft að láta moka og í annað skiptið komu engin skilboð frá Jóhannesi um breytingu og ekki náðist í hann og ákvað stjórn Kerhrauns að semja við Hall þar sem hann þurfti að komast í bústaðinn og var á leið með vél á staðinn.

Síðustu helgi var mokað og er það álit stjórnar og fleiri að svæðið hefði mátt vera mun betur mokað.

Stjórn ákvað að formaður myndi tala við Jóhannes, biðja um sundurliðum á tímum fyrir félagið en hann er líka að moka heimkeyrslur og því nauðsynlegt að fylgjast með sundurliðun á þessum tveimur liðum.

Einnig að hún ræði við hann um nauðsyn þess að samskipti sé á hreinu, samningur hljóðar upp á að opið sé inn á svæðið  kl. 17:00 á föstudegi og út kl.  15:00 á sunnudegi.

Síðast en ekki síst er það verklagið sjálft, það verður að gera þá kröfu að mokari vinni sína vinnu vel og sýni að hann hafi tilfinningu fyrir því að moksturinn þjóni hans viðskiptavinum og vegir séu hreinsaðir það vel að ekki megi sjá leifar af eldri moksti og bílar geti mæst á þeim stöðum sem plön eru þá þegar.

 • Vegstyrkur/Flóttaleiðir

Sækja þarf um styrki til sveitarstjórnar fyrir 1. mars ár hvert og mun gjaldkeri sjá um það en í ár getum við eingöngu sótt um vegstyrk en ekki styrk vegna flóttaleiða þar sem útbúa átti flóttaleið um leið og ný girðing yrði sett upp í Seyðishólnum og sú framkvæmd frestaðist til vorsins 2020.

 • Viðhald og uppbygging malarvega

Samþykkt var að láta Hall kanna hvar þörfin væri mest fyrir áframhaldandi uppbyggingu vega í Kerhrauni og mun framkvæmdin haldast í hendur við ákvörðun aðalfundar um hvort GB verði kláruð árið 2020 eða síðar.

 1. Samlagsvegur
 • Tilllaga samlagsstjórnar

Samlagsstjórn fundaði í byrjun desember sl. en þar upplýsti Hallur að hann heðfi frétt að verktakinn sem lagði fyrra lagið á GB yrði í Grímsnesinu í sumar og hafði hann samband við hann og ef um semst að félögin fái sama verð og í fyrra mun samlagsstjórnin leggja það til að GB verði kláruð en mikill sparnaður að tæki séu nálægt og Kerhraun muni þá í leiðinni klára brekkuna inn fyrir rafhlið árið 2020

 • Hlið milli hólanna

Samlagsstjórn ræddi um hvernig til hafi tekist með hliðið milli hólanna og eru allir á einu máli að betur hefði mátt til takast. Fyrsti lásinn sem var hreppslás honum var stolið, nýr lás var settur upp en hann eyðilagður, síðan var keðjan klippt í sundur, hlið opnað á hjarahliðinni, keðjan opnuð og vafið utan um hliðið sjálft þannig að hver sem var gat farið í gegn og lykiltala höfð óbreitt á kassaboxinu þannig að næsti maður gekk að lyklinum vísum.

Samlagsstjórn ályktar að ef ekki verði breyting á verði það lagt fyrir aðalfundi að þessu hliði verði lokað.

 1. Bréf frá oddvita GOGG

Öllum íbúum og sumarhúsasvæðum í Grímsnesi var sent bréf rétt fyrir jól þar sem tilkynnt var um breytingar á sorphirðu hreppsins og þessu bréfi fylgdi klippkort sem notast á við á aðlögunartíma.

Fanný sendi oddvita bréf þar sem hún óskaði eftir svörum um útfærslu á þessari framkvæmd  og í svari oddvita kom í ljós að íbúar hafa verið að flokka allt s.l. ár og hafa því fengið aðlögun en sumarhúsafélög ekki.

Tilkynnt var að sorpgámurinn yrði tekinn úr Kerhrauni í apríl og það kæmi svo í ljós hvort hreppurinn setti upp flokkunargerði á ákveðnum stöðum í sveitarfélaginu en það hefur ekkert verið ákveðið hvar eða hvenær.

Í ljós þessara breytinga er það ljóst að öll verðum við að gera okkur ferð upp í Gámastöð með allt sorp, einnig heimilissorp og það þarf að greiða fyrir losun á einhverjum flokkum og líka ef ekki er flokkað rétt.

 1. Fjármál

Ómar gjaldkeri kom með drög að uppgjöri félagsins og þar er ljóst að við erum í sérflokki hvað innheimtu gjalda snertir en það er 100% skil

Félagið á innstæðu sem tilkomin er vegna þess að ekki var farið í girðingarnar í sumar og verður það fé eyrnamerkt girðingunum fyrir árið 2020.

 1. Aðalfundur – undirbúningur
 • Aðalfundardagur

Ákveðið var að bóka sal í Rafmennt laugardaginn 28. mars nk,

 • Skýrslur á aðalfundi

Fanný mun flytja skýrslu stjónar og Ómar mun fara yfir ársreikninga og kynna framkvæmdaáætlun

 • Stjórnarkjör

Tímanlega fyrir aðalfundur verður stjórnarkjör auglýst, þar er kosinn formaður til eins árs og tveir aðrir klára sitt tímabíl.

Félagsmönnum er bent á að hafa samband við Fannýju formann, formadur@kerhraun.is ef það hefur áhuga að gefa kost á sér í stjórn og leggja félaginu lið og kynnast starfssemi þess.

 • Framkvæmdaáætlun

Stjórn mun fara í það fljótlega að gera framkvæmdaáætlun fyrir næsta tímabil  og kvatti Fanný formaður stjórnamenn til að fara að leggjast aðeins yfir þetta fyrir næsta stjórnarfund.

       6. Önnur mál

 

 • Jólaljósin

Ákveðið var að láta loga á trénu út janúar en þá verður slökkt á því og serían sett inn í gám

 • Flöskugámurinn

Guðrún lagði til að reynt yrði að fylgjast með að gámurinn fylltist ekki því þá hætti fólk að skilja flöskur eftir. Það er auðvelt ef tveir fara að taka pokann út úr og draga hann inn í gám og setja nýjan poka í staðinn.

Nú eru 10 ár frá því að Kerhraun og Kerhraunar fóru að kaupa tré af Skógræktinni og því lagði hún til að farið yrði í átak, hún myndi reyna að semja við Skógræktina um gott verð til að gefa félagsmönum kost á að gróðursetja aðeins meira og svo líka að biðja félagsmenn að koma jafnvel með flöskur að heiman og setja í gáminn til að félagið geti líka gert meira í gróðursetningu á afmælisárinu.

Nánari útfærsla auglýst síðar

 • Girðingar – nýjar og viðhald

Ákveðið var að Fanný og Guðrún myndu fá Benedikt í Miðengi á fund vegna girðingar sem setja átti upp 2019 milli Miðengis og Kerhrauns og fá svo annan fund með Jóhannesi sem átti að setja upp nýja girðingu í Seyðishólnum og gera flóttaleið í leiðinni.

 • Auglýsingar á heimasíðunni

Ómar mun búa til bankakröfu á þá sem samþykkt hafa að auglýsa á síðunni til að innheimtan verði skilvirkari

 • Tjékklisti fyrir nýja Kerhraunara

Fanný ætlar að útbúa skjal með helstu upplýsingum um Kerhraun og GOGG fyrir nýja Kerhraunara.

 

Fundi slitið kl. 19:00

 

Fundargerð ritaði Guðrún Njálsdóttir