Síðustu fjórar vikur fyrir jól nefnast „Aðventa“ og fyrsta sunnudag í aðventu er kveikt á fyrsta kertinu sem nefnist Spádómskerti. Litur aðventunnar er fjólublár, litur iðrunarinnar. Fjólublár er samsettur af bláum lit sem er tákn trúmennsku og sannleika, svörtum lit sem…
1, desember 2014 er nk. mánudag – ljósin tendruð
Þar sem desembermánuður nálgast og 1. desember á nk. mánudag þá var ákveðið að taka forskot á sæluna og kveikja á jólaljósunum fyrir helgi þannig að þeir sem eiga leið í Kerhraunið um helgina fái forsmekk af jólasælunni.
Ekkert eins fallegt og Kerhraunið – sammála?
Það eru örugglega einhverjir sem eru orðnir þreyttir á þessu lofi mínu um uppáhaldsstaðinn minn, en eru ekki flestir sammála um að þetta sé fallegt?
Heill Kerhraunari og hálfur Kerhraunari – snillingar
Snillingar þessir strákar og svo gaman að þeir skuli tengjast Kerhrauninu svona sterkum böndum. Gangi ykkur allt í haginn. Simmi og Jói tækla þjóðfélagsumræðuna á sinn hátt í laginu í meðfylgjandi link. simmi-og-joi-aftur-utvarp-slagari-tilefni-endurkomunnar
Búrfellið er fagurt og frítt alla daga ársins
Dettur einhverjum í hug að það nóvember sé hálfnaður? Það er nánast vorveður og lognið alla að drepa..))
14. nóvember 2014 – ekki vetrarlegt um að litast
Í safn minninganna fer þessi færsla enda flest okkar fljót að gleyma hvernig veðrið var á hverjum tíma fyrir sig, því er ágætt að vista þetta opinberlega. Það er sem sé ekki vetur í kortunum þessa dagana og gleðjast margir…
Breytingar á söfnun dósa – Dósagámurinn verður okkar
Í ljósi þess hversu illa hefur gengið að fá dósagáminn tæmdan hefur orðið að samkomulagi að TRINTON taki gáminn enda allt orðið yfirfullt af flöskum og dósum í aðstöðu þeirra á Borg og styrkjum við sem einstaklingar björgunarsveitirnar bara með…
Í ljósaskiptunum 8. nóvember 2014 – líka úps
Það er fátt jafn fallegt eins og að horfa á íslenskt landslag og hvernig veðrið getur breytt ásýndinni endalaust. Um helgina 8.-.9. nóvember 2014 var eiginlega ískalt í Kerhrauninu og ekki margir á svæðinu, þó mátti sjá að eitthvað var að gerast…
Fjölskyldan á 5 fer á vit nýrra ævintýra – enginn stórmeistari lengur
Það er allt breytingum háð og enn á ný yfirgefa okkur frábærir Kerhraunarar til langs tíma, Þröstur Þórhallsson stórmeistari, Ásdís María Ársælsdóttir og börnin þeirra tvö hafa ákveðið að breyta til og hafa selt húsið sitt og ætla að snúa…
Hugleiðingar um komandi tíma
Það fer ekki á milli mála að veturinn er að koma, nú er gróðurinn orðinn alveg ber nema barrtrén og annar gróður sem aldrei fellir lauf. Fólk er búið að draga fram úlpurnar sínar og vetrarskjólfatnað. Alltaf er augunum gjóað í…