Veturinn virðist vera víðsfjarri 20. nóvember 2018

Alltaf er verið að tala um veðrið og því ekki að halda því áfram. Þegar allir héldu að sumarið væri að koma þá kom það ekki og það er rökrétt að halda að veturinn hafi komið í október því þá snjóaði. Nú leikur vafi á því hvort hann sé kominn enda er hann öðruvísi þessa dagana , það er ekki snjó að finna og hitinn hefur farið upp í 9° svo ekki sé talað um hitastig sem mældist norðan heiða…))

Frúin þurfti að fara í bæjarferð og gat ekki annað en dáðst af því sem fyrir augu bar en tekið skal fram að ég myndaði þegar ég var búin í bæjarferðinni.