Stjórnarfundargerð 31. ágúst 2018

7. stjórnarfundur, 30. ágúst 2018 haldinn í Café Meskí og hófst kl. 17:10

Mættir: Sölvi Breiðfjörð, Ómar Björnsson og Oddný Þóra Helgadóttir.

Lára Emilsdóttir og Guðrún Njálsdóttir boðuðu forföll.

Dagskrá:

Dagskrá:

 1. Stígar
  a) lokafrágangur hjá Henning
  b) ofaníburður
  c) vélaleiga
 2. Girðingarmál
  a) Ganga með Benna meðfram girðingu
 3. Gróðursetning
 4. Netbreyting hjá 365
 5. Ábyrgð leigusala vegna leigjenda
 6. Upplýsingaspjöld vegna flokkunar sorps
 7. Önnur mál

 

 1. Stígar
  a) Lokafrágangur hjá Henning – 15. sept. nk. þarf að taka trjáafklippur og henda. Sölvi, Ómar og Tóta ætla í verkið.

  b) ofaníburður
  Það þarf sennilega um 1 rauðamalarbíl í stíginn hjá Henning og 3 í stíginn á milli lóða 97 og 98. Stígurinn er 1,2m á breidd og um 160 metrar að lengd. Ef afgangur verður þá er hægt að setja það í göngustíginn á milli lóða 99 og 100.Losa þarf rauðamalahlössin á snúningsplanið fyrir framan lóð 92 og 93. Biðja eigendur lóðanna um að færa dótið þeirra af planinu. Einnig þarf að biðja þau um að hreinsa timbur ofl. af göngustígnum sem er við endan á götunni. Sölvi talar við þau.

  c) vélaleiga
  Sölvi fær svar 31. ágúst með vertaka, hvort hann geti tekið að sér að setja rauðamöl í umrædda göngustíga.

  2. Girðingarmál
  a) ganga með Benedikt í Miðengi meðfram girðingarstæðinu – Sölvi ætlar hringja í hann. Stefna a annað hvort 15. sept eða 6. okt.

  3.Gróðursetning
  Kanna hverjir geta komið 6. október til að gróðursetja 50 elri plöntur sem eftir er að gróðursetja.

  4. Netbreyting hjá 365
  365 er að loka „Elnet“ nettengingunni 28. september nk. Þá verðum við ekki lengur með nettengingu á myndavélina
  Hægt væri að setja 3 G fyrir myndavélina en það er töluvert dýrara. Biðjum Guðrúnu og Finnsa um að kanna með að kaupa nýja myndavél með minniskorti sem verður þá ekki live. Og kanna hvort hægt er að selja gömlu vélina.

  5. Ábyrgð leigusala vegna leigjenda
  Útbúa spjöld með upplýsingum um flokkun sorps í Kerhrauni og senda öllum leigusölum og biðjum þá um að setja upp hjá sér og kynna fyrir leigjendum sínum.

  Rætt var um að hægt væri að kaupa ramma hjá Ikea fyrir spjöldin, Tóta getur plastað A4 blöð. Það er kannski nóg.

  6. Upplýsingaspjöld vegna flokkunar sorps
  Útbúa þarf stærri spjöld með uppl. um flokkun sorps í Kerhrauni, látum plasta þau og setjum við gámana. Sölvi ætlar að sjá um það.

  7. Önnur mál

  Allir eru búnir að greiða gjöldin til félagsins skv. gjaldkera.

  Sölvi vill kanna aftur með að fá fólk til að taka að sér að vera í nefndum, t.d. árshátíðarnefnd, þorrablótsnefnd og fl. til að virkja fleiri Kerhraunara.

  Viljum kanna vilja félagsmanna á næsta aðalfundi með að setja grasblett á sameiginlega svæðið og fá einhvern til að sjá um að slá blettinn gegn borgun.

  Útbúa þarf skýli fyrir flöskupoka. Setja það á stefnuskrá fyrir næsta G&T dag.

  Rætt var um að í framtíðinni væri hægt að smíða skýli við sameiginlega svæðið þar sem hægt væri að geyma trambolínið á veturna og einnig til að geyma skóflur og annað tilfallandi. Jafnvel að vera með aðstöðu fyrir fólk til að hittast á.

  Rætt var um að hækka gjaldið og hægt væri að hafa fjóra gjalddaga. En ekki tímabært núna.

  Ljósleiðari: Kostar væntanlega 200-250.000  á lóð

 Fundi slitið 18:00